Kanye vinur minn West ákvað í gærkvöldi að henda í eitt þokkalegt ræktar myndband við lagið Fade af plötunni The Life Of Pablo – klikkuð plata. Hér er um einskonar motivation video að ræða sem eru svo vinsæl á meðal líkamsræktarfólks í dag. Það getur verið gott að horfa á eitt slíkt myndband þegar hvatningin til að mæta á æfingu hefur dvínað. Undantekningarlaust rífa menn sig upp og mæta á æfingu – fullir af anda.
Við sjáum í þessu myndbandi að það er hægt að taka dúndur æfingu án þess að notast við nokkur lóð eða tæki – jafnvel þótt þau standi til boða. Það sem þarf er taktföst músik, dass af hugmyndarflugi og kannski einn boxpúði. Þá er hægt að taka vel á því við allar aðstæður. Ofurgísli hefði þó alltaf ráðlegt henni að taka nokkur sett í niðurtoginu – vítt grip. Hún virðist þó hafa tekið hrikalega á því, svitnað vel og komist klakklaust frá æfingunni, enda með hnépúða á báðum hnjám sem greinilega komu sér vel.
Þetta minnir mig á að stelpurnar í Iceland Fitness eiga sín motivation video sem er ekki úr vegi að rifja upp. Einhver af þeim fylgja með hér að neðan. Ofurgísli getur lofað að það sleppir engin æfingu eftir að hafa horft á þessi myndbönd.
Á heimasíðu Iceland Fitness má svo finna fleiri góð video og fullt af efni með því að smella HÉR.
Reykjavík, 29. ágúst 2016
-Ofurgísli, maður fólksins