Til að ná árangri er góð tónlist í ræktinni jafnmikilvæg og rétt mataræði og svefn. Rétta tónlistin gefur meiri kraft, fleiri reps og aukið pump. Þetta þekkja allir og kemur engum á óvart. Ofurgíslinn ykkar hefur hnoðað í þrjá grjótharða playlista sem allir hafa hitt beint í mark. Sem fyrr hef ég fengið marga pósta og fyrirspurnir um réttu tónlistina frá því ég fór að kokka upp þessa playlista – fólkið vill meira. Ofurgísli er maður fólksins og bregst auðvitað við þessari eftirspurn. Ofurplaylisti Vol. IV er núna klár og öllum frjálst að notast við í ræktinni, heima við og útá sjó.
Sjá einnig: Ofurlistinn Vol.I
Sjá einnig: Ofurlistinn Vol.II
Sjá einnig: Ofurlistinn Vol.III
Snapchat: gisli7
Sem fyrr er Ofurgísli fyrst og fremst í svörtu bófarappi í þessum fjórða playlista þótt það sé eitthvað mýkra þarna inná milli. Biggie Smalls fær líklega mesta plássið í þetta skiptið en íslenska senan fær líka sínar mínútur, enda þrælgott stöff í gangi núna hér á landi. Þá er gaman að henda inn mönnum einsog Lil Dicky, Desiigner (Pöndugaurinn) og Ocean Wisdom. Sá síðastnefndi er ískyggilega hraður breti og er að henda út rúmlega fjórum orðum á sekúndu – örugglega fínt að taka HIIT spretti við þetta lag hans, Walkin’.
Ég læt svo ofursvalt video frá því í sumar fylgja með af Desiigner, Lil Dicky og Anderson .Paak – þetta er ekki á Spotify.
Reykjavík, 2. ágúst 2016
-Ofurgísli, maður fólksins