Ofursvalur, hel-flúraður og margfaldur meistari í kraftlyftingum

Það er þessi brosmildi, jákvæði og flúraði gæji. Hann er augljóslega með gríðarlega tískuvitund um leið og hann beygir, deadar og bekkar nokkur hundruð kíló og bætir hvert íslandsmetið á fætur öðru, já og næstum því á sama tíma öskrar hann úr sér líftóruna með bandinu sínu fyrir framan fullt af crowdi. Allt þetta og maðurinn er ekki orðinn 23 ára. Það eru örugglega margir sem vilja vera Rúnar Geirmundsson eða “Hroðinn” einsog hann er stundum kallaður. Það á vel við hann en er um leið svo mikil andstæða. Ofurgísli kann að meta svona original karaktera.

 

Ég ætla mér að verða heimsmeistari á næstu 12 mánuðunum. Langar að beygja 250 kg í 67,5 kg flokki og taka 170 í bekk í 67,5 kg flokki. Þetta eru bæði heimsmet.

 

 

RG
Übersvalur Rúnar

 

Nafn: Rúnar Geirmundsson

Ertu með eitthvað nickname? Hroðinn, var kallaður það af því ég var ekkert sterkur.

     Aldur: Tæplega 23 ára.

Hvað áttu mörg met í kraftlyftingum?

Íslandsmet: Á öll metin í bekk, deddi, beygju og samanlögðu í 67,5 kg flokki og nokkur í 75 kg. Hef bætt mín eigin Íslandsmet örugglega 40+ sinnum.

Heimsmet: Ég á heimsmet í réttstöðu í flokki 17-19 ára.

Þú ert nýkominn heim frá Frakklandi – hvað varstu að gera þar? Ég var að keppa á Evrópumóti í kraftlyftingum þar sem ég sigraði minn flokk (67.5 kg) nokkuð örugglega. Ég vann semsagt næsta mann með 92.5 kg í samanlögðu. Ég fékk gull fyrir bekkpressu, gull fyrir réttstöðulyftu og gull fyrir kraftlyftingar í samanlögðu. Það voru fullt af unglingum að keppa þarna – frá 67 kg. upp í 140 kg. Ég vann þá semsagt alla í heildina á stigum og fékk “Best overall lifter” verðlaun. Ég var heldur ekki langt frá heimsmetinu í beygju á mótinu. Ég ætlaði að negla heimsmetið í bekknum á mótinu, en þurfti endilega að meiðast á mótinu. Það verður því að bíða betri tíma.

Hvað ertu mest af þessu; Söngvari, kraftlyftingamaður, ljúfmenni, annað? Uss, erfið spurning. Eyði mestum tíma mínum í tónlist og kraftlyfingar. En er ljúfur á meðan ég geri þessa hluti, segjum ljúfmenni? Er alveg krútt líka.

Hvað hefurðu beygt mest? 225 kg.

Hvað hefurðu deadað mest? 210 kg

Hvað hefurðu tekið í bekk? 150 kg, ætlaði í 170 kg á EM, en meiddist.

Hvar er best að æfa? Jakabóli.

Hvað ertu með mörg tattoo? Ekki hugmynd, tel ekki fyrr en ég er kominn með eitt, riiiiiiisastórt. Allan líkamann 🙂

Uppáhalds tattooið sem þú ert með? Erfið spurning. Tel hægri hendina mína sem eitt tattoo, þannig ég er ánægðastur með hana, litagleðin gefur.

Hvert stefnir þú í kraftlyftingum – einhver sérstök markmið? Ég ætla mér að verða heimsmeistari á næstu 12 mánuðunum. Langar að beygja 250 kg í 67,5 kg flokki og taka 170 í bekk í 67,5 kg flokki. Þetta eru bæði heimsmet.

Hverjir sponsa þig? Valdi Kerfis, hann er heimsins besti þjálfari, stendur með mér í einu og öllu. Perform.is eru með bestufæðubótarefnin, þú þekkir þetta. Bk kjúklingur gefur mér gott að éta. Kjötsúpuvaginnn, ef súpan er ekki uppskrift af bætingum þá veit ég ekki hvað. Svo hafa hin og þessi fyrirtæki verið að borga mig út að keppa.

Hvað heitir hljómsveitin þín – hvað ert þitt hlutverk þar? Hún heitir Endless Dark. Þar er ég söngvari/öskrari.

Eru þið búnir að gefa út einhverja plötu? Við erum búnir að gefa út eina EP plötu (smáskífu) sem heitir Made Of Glass. Erum að vinna að plötu í fullri lengd, hún mun koma út í ár.  Verður mun þyngri, tæknilegri og flottari.

Geturðu samið eitt ljóð sem snöggvast?* Hvernig spyrðu ?

Árangri þínum, náðiru með þrautseigju
Étur stöngina, og tekur flest reps
Þessu fallega rassgati hefuru náð fram með beygju
Þrammar um í rauðum, gulum, buxum úr latex.
 
*Ofurgísli var sérstaklega ánægður með þetta svar sem fær alveg 15 reps í einkunn.

 

Hvað ertu með á iPodinum þegar þú ert að beygja? Það eru alltaf sömu 2-3 hljómsveitirnar. Northlane, Thy Art Is Murder og Hatebreed.

Eitthvað mottó? Free Your Mind. Er með þetta flúrað á hálsinn og hefur meiningu á svo margan hátt. Það eru engin takmörk fyrir því hvað maður getur.

Hvernig undirbýrðu þig fyrir mót? Það er langur undirbúningur, vil vita af móti helst svona 4-6 mánuðum áður en það er. Þá taka við æfingar með Valda, 4 sinnum í viku, 3 tíma í senn. Tek matarræðið alveg 100 %, svona 8 vikum fyrir mót.  Hugsa um mótið og tölurnar á hverjum degi, fer yfir allt í hausnum.

Hvaðan kemur öll þessi orka? Ekki hugmynd, er snarofvirkur, en samt svo rólegur. Eða 3 skeiðar af Amino Energy og ein stútfull af No-Xplode.

Ertu sterkari en bróðir þinn (Heisi kraftlyftinga- og hálandaleikatröll)? Ég held að ég sé hlutfallslega sterkari en hann (það sem litlu aumingjarnir segja). Þar að segja, líkamsþyngd -versus- hversu þungu þú lyftir. Hann er flúraðari en ég, en ég er sætari, þetta er allt roooosalega erfitt að dæma.

Hvað er mikilvægast í lyftingasalnum? Þrjóska og þrautseigja og númer 1,2,3. Góð tónlist. Og hætta þessu væli.

Hrikalegasti maður í heimi að þínu mati? Ed Coan Og Dan green.

Eitthvað að lokum frá fallega flúraða synjgandi beygjutjakknum?

Vil bara óska þér til hamingju með þessa síðu, það verður gaman að fylgjast með hverri hreyfingu þinni á síðunni. Segi það enn og aftur. Þú ert allra hrikalegasti skratti sem ég þekki 🙂

Og takk fyrir mig !

image5
Hroðinn að deada 207.5 kg í Frakklandi.
image1-small
Verðlaunagripir sem Rúnar kom með heim frá Frakklandi í júní á þessu ári
10401919_10152883110129027_6169213039079655535_n
Rúnar fremsti maður í Endless Dark
10275475_10152757409559027_2481387703957005437_o
Rúnar fer greinilega fyrir sínum mönnum í bandinu enda hnausþykkur.
10252053_10152895204179027_2271540420420243271_n
Rúnar að tjakka upp þyngdum í beygjunni
14885_10152979386814027_5626691251838705545_n
Hroðinn að velta fyrir sér hvort hann eigi að fá sér nýtt flúr eða taka “létta” beygju.