Ofurárið 2017

Ofurgísli er að skila enn einu árinu í myljandi lífsgróða. Árið 2017 var ekki bara bomba – það var flugeldasýning. Það getur verið gott að loka augunum, setja í latsana og fara yfir árið í huganum. Við erum fljót að gleyma og tökum þessu öllu sem sjálfsögðum hlut. Verum þakklát, sýnum auðmýkt og ekki gleyma hnébeygjunni.
Hafandi sagt þetta ætlar maður fólksins, ykkar maður, að fara yfir árið 2017 í nokkrum orðum en aðallega myndum. Árið var algjört ofur og fyrir margra hluta sakir merkilegt, eftirminnilegt og gjöfult.

– ÞETTA VAR ÁRIÐ 2017 –

Árið 2017 er árið sem OG fór á skeljarnar á bakvið Bergárfoss, Hornafirði. Þótt svarið hafi á endanum verið , var fyrsta svar: “Ertu ekki að grínast!?!” Lucky OG – ég elska þig Helen!

Árið 2017 er árið sem OG uppgötvaði reiðhjólið, keypti racer og hjólaði svo hringinn í kringum landið með trylltum hópi samstarfsfélaga í Wow Cyclothon – eitt það skemmtilegasta sem OG hefur gert.

Árið 2017 er árið sem OG fékk þann heiður að verða guðfaðir litla frænda og fékk um leið nafna – Erni Stígsson. Fyrir þetta er ég gríðarlega stoltur.

Árið 2017 er árið sem kirkja OG fluttist búferlum í Kópavoginn. Seldum í Rauðagerði og keyptum nýtt í Naustavör. Upprennandi hverfi og stutt að synda yfir í Nauthólsvíkina.

Árið 2017 er árið sem OG hélt áfram að hamra járnið. Missti varla úr æfingu og hef aldrei verið í jafn góðu alhliða formi. Þetta var ár bætinga og árið 2018 verður klárlega ár enn frekari bætinga #Teamperfom.

Árið 2017 er árið sem OG tók heimskulega ákvörðun þegar hann var plataður til að synda í Fossvogssundinu. Sjósund yfir voginn og til baka. Lífróður frá fyrsta sundtaki. Hef sjaldan verið jafn pumpaður og þegar ég náði föstu landi aftur. Hver einast vöðvaþráður líkamans útþaninn.

Árið 2017 er árið sem Ofurgísli og Hella fóru til New York, Kölnar og Riga auk ferðalaga hér heima. Allt frábærar ferðir og hellingur af góðum minningum. Á Manhattan hjóluðum við allar okkar ferðir – mæli með að leigja hjól í New York. Að ferðast er góð skemmtun og er stefnan sett á fleiri ferðalög árið 2018.

Það er óhætt að segja að árið 2017 hafi verið magnað! Gleðilegt nýtt ár, takk fyrir það gamla og sjáumst með kassann úti á nýju ári. Ofurgísli er þarna úti og er alltaf tilbúinn að gefa fimmu, gefa góð ráð og gefa allt í þetta.

OG í New York
Bergárfoss í bakgrunni – eftir að hún sagði Já.
@Reykjavík – Austurvöllur.
Ernir Stígsson skírður. Vill svo heppilega til að Stígur bróðir er prestur og sá bara um þetta sjálfur.
Ný kirkja OG. Við Helen keyptum þessa á árinu.
OG repsar racerinn í Wow Cyclothon.

Heimsmeistarar – besta lið ever.
Sjóðandi heitt í New York eftir æfingu í Blink Fitness.

Jólaæfingin tekin í Sporthöllinni, Hornafirði. Stefán – Helen – OG

Sumar 2017 – Elliðárdalur
OG að slaka á útí sveit
OG og Draugurinn (e. Ghost)
Pumpið maður

New York
@Smorgasburg, Brooklyn
Þeir eru ekkert að sulla með málninguna þarna í New York.
@Brooklyn Bridge
Fly like a GHOST sting like a Bee
OG á Manhattan

Piknik í Central Park
Indverskur í New York. Indverskur er okkar uppáhald.
OG playin’
Brooklyn brúin heillar

OG er virkur meðlimur í Free The Nipple hreyfingunni.
@Bolafjall
Þetta verður að vera gaman líka
New York hefur þetta allt.
Pumpið 2017

Sniðugur bar í Riga, Lettlandi. Byssur og bjór. Það er margt skrýtið í Austur evrópu.
New York átti ekki séns í Helen
King of my Castle
Ground Zero, NYC. Mæli með þessu svæði. Allt svo fresh. Fáir túristar og góður andi.

Pizza í NYC. Krydd og jurtir ræktaðar á staðnum til að henda ofan á bökuna. Vel spilað.

Pier 15 er frábær staður neðst á Manhattan. Algjör afslöppun beint fyrir framan Brooklyn Bridge.

NYC
Vængirnir á Pier 15 voru trylltir. Hong Kong Style.

@Pier 15
@Brooklyn – Williamsburg
Fette Sau. Sveittasti veitingastaðurinn í New York. Helen var hreinlega skömmuð þegar hún bað um Coke Light.
Best að byrja alla daga með nettu pumpi – líka í New York.

Jólin 2017
Helen eignaðist vin í New York – Sandro. Hann selur Púertó Ríkó ís sem er reyndar bara frá USA. Hitt hljómaði bara betur, hélt hann.
Fjórhöfðinn útkýldur í World Class Laugum
Chelsea Market, New York. Matar, fata- og allskonarmarkaður. Mæli með þessu. Ótrúlega vel heppnað konsept.
ON Gold Standard fæst í Perform. Vinsælasta próteinið í dag.
Það fer enginn til New York án þess að negla í sig góðum slatta af beyglum.
Besti ferðamátinn í New York er klárlega reiðhjólið.

OG er áhugamaður um stór fjós. Hér er OG í stærsta fjósi landsins.

Reykjavík, 1. janúar 2018.
-Ofurgísli, maður fólksins.