Ofurgísli fer í landsliðsferð!

Ofurgísli vill byrja á að óska lesendum síðunnar, öllum Próteinhausum, Ómari Ragnarssyni og öðrum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn, sem var hræðilegur – veðurlega séð. Að öðru leyti var þetta frábær vetur og verður lengi í minnum hafður fyrir margra hluta sakir. Sérstaklega verður þessi vetur minnistæður fyrir marga góða spretti í umfjöllun um kjaramál og síðan “leiðréttingu” ríkisstjórnarinnar og langtímaáhrif hennar.

Það hefur líka margt gengið á í Próteinhausaheimi hjá Ofurgísla undanfarið og hellingur framundan. Við skulum fara saman yfir þetta helsta.

IMG_2784 (3)
Ofurgísli og Ofurhella í sumarskapi og óska öllum gleðilegs sumars!

I. Ofurgísli fjórfaldur Íslandsmeistari?

Það ber auðvitað hæst að Ofurgíslinn varð tvöfaldur Íslandsmeistari á Íslandsmóti um páskana. Gamlar fréttir, en góð vísa verður sjaldnast of oft kveðin. Þá hafa gárungarnir bent á að Ofurgísli sé í raun fjórfaldur meistari – enda annað árið í röð sem hann verður tvöfaldur Íslandsmeistari. Þetta er auðvitað algjörlega óskiljanlegt reikningsdæmi fyrir okkur Próteinhausana og læt ég það ógert að reyna að skilja þetta eða útskýra með einhverjum hætti. Við erum jú Próteinhausar og skiljum ekkert í svona tölum, algebru eða verðbólgu.

Það ætti hvurjum manni að vera ljóst að Konni einkaþjálfari er sportinu okkar gríðarlega verðmætur. Hann á klárlega stóran þátt í þeirri líkamsræktarsenu sem hófst fyrir nokkrum árum hér á landi og hefur aukist jafnt og þétt síðan. Konni heldur auðvitað úti iFitness heimasíðunni og hefur hann verið að birta myndbrot frá Íslandsmótinu á síðunni. Hér að neðan má sjá þegar Ofurgísli steig á svið í sínum flokki og gerði sitt besta til að keyra upp stemningu í húsið, meðal annars undir íslenska þjóðsöngnum – þetta var stórgóð skemmtun. Sjá má myndbrot frá öllum flokkum og öllum keppendum á heimasíðu iFitness. Góður Konni!

2015_IFBB_Icelandic_Championships__Bodybuilding_over_85kg_class_-_Iceland_Fitness
Sjá myndskeiðið frá +85 flokknum hér.

II. Ofurgísli í landsliðsferð til Konungsríkisins

Þá liggur fyrir að Ofurgísli mun ásamt ektakvinnu sinni, Ofurhellu, halda í víking og fara til Konungsríkis Spánar um miðjan maí-mánuð. Þar fer fram í Santa Susana risastórt Evrópumót í fitness- og vaxtarrækt og er ljóst að íslensk þátttaka verður með hinu besta móti – hellingur af elgtönuðum Próteinhausum á leiðinni í landsliðsferð til Spánar.

Það hefur því verið lítill tími til afslöppunar hjá Ofurgíslanum ykkar frá því hann halaði niður stóra bikarnum á Íslandsmótinu um páskana. Undirbúningur er í fullum gangi ennþá og hvergi gefið eftir. Yfir því er sko ekki að kvarta – enda fær Ofurgísli þá að sinna áhugamáli sínu af fullum þunga áfram og borða góðan mat í samræmi við það. Hver segir að það sé slæmt að fá sér þorskhnakka úr Fiskbúðinni Hafberg, hýðishrísgrjón og salat klukkan 8 á morgnana eftir góða morgunæfingu? -Það eru bara forrétttindi.

landslid
Hér má sjá nokkra úr landsliðshópnum. Flottur hópur!
bboverall_11_20150403_1528717620
Ofurgísli og David saman á sviðinu. David verður meðal keppenda á Evrópumótinu.
IMG_7577
Hér hefur Ofurgísli verið að undirbúa matinn fyrir næsta dag. Gummi Ben fylgist spenntur með á kantinum einsog sjá má.
IMG_7970
Fiskurinn sem Ofurgísli setur ofaní sig kemur frá Hafinu – og úr Hornafjarðardýpi.

III. Brynvarður Ofurgísli

Keppnir sem þessar eru stríð og það fer enginn í stríð án þess að vera ‘undir brynju’ – það veit Ofurgísli. Hann gerði sér því ferð í Altís – verslun Under Armour í Hafnarfirði – til að vígbúast fyrir átökin og hefur í kjölfarið gefið út formlega stríðsyfirlýsingu á hendur öðrum Evrópuþjóðum. Það er greinilega mikill metnaður hjá þeim í Hafnarfirðinum því verslunin er ótrúlega flott uppsett og smekkfull af flottum vörum. Þetta var ekki ósvipað og að vera staddur í flottri verslun í útlöndum – enda er stutt í Keflavíkurflugvöllinn þarna í Hafnarfirðinum. Það gerir stemmarann bara ennþá betri að fara í verslunina.

UA_1 (1)

IMG_8053
Það er alltaf FLEX undir brynjunni. Flex er sterkara en míþrill og heitara en Afríka.
IMG_7616
Úrvalið af flottum skóm er mikið í versluninni – Ofurgísli endaði að fá sér þessa. Geggjaðir og með ólíkindum þægilegir.

IV. Himnasending í Próteinhausaheim – Fullnæging í dúnk.

Það er allt að verða vitlaust í Próteinhausaheimi eftir að nýtt Gold Standard Pre-Workout frá Optimum Nutrition tók magalendingu hér á landi. Dúnkarnir rjúka út einsog tívolíbombur fyrir áramótin eða brjóstarhöld við opnun Lindex verslunarinnar í Smáralind hér um árið (hver man ekki eftir því!). Ofurgísli var fljótur að verða sér úti um þetta skemmtilega efni (ekki brjóstarhöld) og varð ekki fyrir vonbrigðum. Það gaf gott pump og það besta er að pumpið helst alla æfinguna. Það jafnast ekkert á við gott pump – það segir Arnold Scwarzenegger allavega: “Having a pump is like having sex. I train two, sometimes three times a day. Each time I get a pump. It’s great. I feel like I’m coming all day.”  Þar hafið þið það kæru Próteinhausar – Gold Standard Pre-Workoutið er því samkvæmt þessu ein allsherjar raðfullnæging í einum dúnk. Eða margar raðfullnægingar öllu heldur, ekki nema einhver ætli sér að klára allan dúnkinn í einu.

pre

V. Ródtrip í Paradís

Það var algott ródtrippið sem Ofurhella- og gísli tóku til Hornafjarðar þegar litla frænka var skírð. Pabbinn og presturinn, hann bróðir minn, Stígur, sá sjálfur um athöfnina á þessum magnaða degi. Prinsessan fékk nafnið Urður Stígsdóttir. Athöfnin var fyndin, skemmtileg og falleg. Í lok athafnar dróg presturinn alveg óvænt upp hring og fékk að setja á fingur Fríðar, mágkonu. Þá varð Ofurgísli alveg ofboðslega meir – einsog 30 daga hangið Galloway nautakjöt. Dagurinn var frábær í alla staði og var veittur humar á öllum stundum og á alla mögulega vegu – í súpu, í heitum rétti, grillaður í forrétt, grillaður í aðalrétt og það var örugglega humar í kaffinu. 

Það er gott að hreinsa hugann, fylla magann og stilla agann fyrir austan. Orkan frá fjöllunum, jöklunum og matnum er gríðaröflug og kemst í raun ekkert í líkingu við hana. Þarna sækir Ofurgísli alltaf sína orku fyrir komandi átök og var enginn breyting á því í þetta skiptið. Ofurgísli er því fullur af orku og meira en klár í lokahnykkinn á þessu keppnistímabili, enda stríði verið lýst yfir af hans hálfu, sbr. umfjöllun í kafla III.

11150326_10205661546530777_6560474670382631587_n
Überhella und Überschramm
IMG_2844
Fríður, Stígur og Urður – það er góður hrynjandi í þessu.
IMG_2837
Presturinn hann bróðir minn að knúsa litlu frænku – Yndislegt!
IMG_2783
Það er svo lovely þegar allir hittast og eru saman – frábær dagur í alla staði.
IMG_2975
Urður litla frænka – Helen – Ofurgé-ið
IMG_2968
Urður vissi að hún væri í traustum höndum hjá stóra frænda.
IMG_3054
Ofurhella með orkuna í bakinu og alltumlykjandi. Þvílík fegurð á einni mynd, ha!
IMG_3077
Það er gaman að segja frá því að á þessum slóðum var Batman tekin upp á sínum tíma.

VI. Ofur-súkkulaði-gísla-kökur

Þær slógu í gegn Ofur-súkkulaði-gísla-kökurnar sem draumaprins þjóðarinnar, Jói Fel, hnoðaði í. Ef einhver kann að gera súkkulaðiköku, þá er það okkar maður; Draumaprinsinn Jói Fel. Þótt það sé erfitt að meðtaka og trúa þá er þessi kaka jafngóðar og þær líta vel út. Svo verða menn alveg helmassaðir af þessu kökum. Er hægt að biðja um eitthvað meira? Í raun eru þessar Ofurgísli-súkkulaðikökur í algjöru samræmi við viðfangsefnið – þ.e.  Ofurgísla; Stórar og þykkar kökur með þéttþykkum massa (súkkulaði) að utan sem innan. Mátulega harðar og stökkar að utan en þeim mun mýkri að innan. Svo skemmtilega sætar að þú færð bara ekki nóg og vilt alltaf fá meira.

IMG_7976
“Stórar og þykkar kökur með þéttþykkum massa (súkkulaði) að utan sem innan. Mátulega harðar og stökkar að utan en þeim mun mýkri að innan. Svo skemmtilega sætar að þú færð bara ekki nóg og vilt alltaf fá meira.”

Sjálfur át ég ekki allar þessar kökur, heldur fór til þeirra sem stutt hafa hvað best við bakið á mér í undirbúningnum fyrir Íslandsmótið og áfram í framhaldi af því. Það er ómetanlegt að hafa góða bakhjarla í þessu sporti. Þessir aðilar eiga því skilið eina köku – með mynd af Ofurgísla á.

11156321_10152891529657972_9178279769264399805_n
Hérna erum við svo með minni týpuna – af kökunni alltsvo. Maðurinn er jafnstór.
IMG_8029 (1)
Fjöldaframleiðsla af Ofurgísla
IMG_7740
Lokum þessari umfjöllun á einni mynd af Urði – þetta var falleg kveðja sem hún sendi fyrir síðasta mót.

 

 

-Reykjavík, 27. apríl 2015
Ofurgísli, maður fólksins