Glænýtt BCAA Train + Sustain

Rétt í þessu var að detta inn glænýtt fæðubótarefni á markað – BCAA Train + Sustain frá Gold Standard. Í þessari mögnuðu blöndu eru ekki bara þessar bráðnauðsynlegu BCAA amínósýrur, heldur er hver skammtur smekkfullur af vítamínum, steinefnum og söltum sem allt íþróttafólk hefur mikla þörf fyrir – ef það á annað borð nennir að taka eitthvað á því. Þessi blanda þykir sérlega góð til að draga úr vöðvaþreytu og flýta fyrir endurheimt (recovery). Allt stuðlar þetta að stærri vöðvum og meiri árangri. Blandan kemur því einsog himnasending fyrir Ofurgísla sem svitnar langt yfir meðallagi, nennir engu dútli á æfingum og hefur engan tíma til að vera með þreytta vöðva og líkama. Að mati Ofurgísla er þetta mest spennandi fæðubótarefnið í dag.

Hægt er að kaupa BCAA Train + Sustain á heimasíðu Perform.is

ff93f778ae992d50f43a56614993afa3

Þetta er ekki allt og það besta á eftir að koma. Hver skammtur inniheldur ekki nema 32 hitaeiningar og svo kemur blandan í mjög spennandi bragðtegundum; Cola, Rapsberry Pomegranate og Strawberry Kiwi. Sjálfur hef ég smakkað Cola bragðið og það er klikkað – mun betra en ég hafði búist við. Það er ekkert koffín í blöndunni og hentar því vel á kvöldin – ekki síst þegar nartarinn fer að kíkja í kex- og nammiskúffuna. Það er nefnilega merkilegt hvað ískaldur BCAA drykkur nær að slá á þessa nartþörf á kvöldin – það eru margir sem tengja við það.

800x320_b95c44243ffe5042f626704bda6877be

Unknown-4

Reykjavík, 8. júní 2016
-Ofurgísli, maður fólksins