Internetið breyttist til frambúðar þann 30. maí árið 2016. Þetta er dagurinn sem Iceland Fitness samsteypan gaf út heitasta, en um leið svalasta, myndband sem sést hefur á internetinu til þessa. Það er einhver þversögn fólgin í því þegar eitthvað er heitt og svalt á sama tíma – en þetta myndband er einfaldlega bara þess eðlis að vera þversagnakennt. Mér dettur allavega ekkert annað orð í hug. Ég held það sé óþarfi að kynna þetta myndband eitthvað frekar og leyfi ég þeim Írisi Örnu og Kristjönu Huld að eiga sviðið – eða búningsklefann öllu heldur.
Á heimasíðu Iceland Fitness má finna fleiri ofursvöl video