Síðasta æfingavika var jafnfljót að líða og síðasta vinnuvika. Það er annaðhvort mánudagur eða föstudagur í vinnunni og nokkurn vegin eins með æfingavikuna. Þetta var annars dúndur æfingavika – hrikalegur andi í húsinu.
Ég æfi fimm til sex sinnum í viku núna og ætla bæta á mig nokkrum kílóum næstu vikurnar. Síðasta vika var svona: Mánudagur: Bak og Dead með Júlla og Hroðanum. Þriðjudagur: Chest með Hroðanum. Miðvikudagur: Fætur með Júlla og Hroða. Fimmtudagur: Hvíld. Föstudagur: Hægri og vinstri öxl með Hellu minni. Laugardagur: Armar. Sunnudagur: Kálfar og Quads
Ég reyndi að repsa nokkrar myndatökur á milli setta hjá mér. Myndin af Gassa (Gasman) er í miklu uppáhaldi. Svo held ég að Hallmar sé nýkominn til jarðar aftur eftir að hafa verið numinn brott af geimverum.

Una Margrét og Ásta Björk á síðustu æfingu fyrir Arnold Classic

PanaPrinsinn dettur gjarnan í einu pósu þegar hann myndavélin nálgast. Eðlilega.

Marqoos að sprengja bísep – hrikalega einbeittur

KingMímir með hroðalegar hendur og konungborið nippleslip

Ruddatuddaform á David Panamaprins. Til hvers að vera í buxum verandi með þessar fætur? -Úr buxunum, drengur!

Mímir að hama sig í gang.

Hroðinn stendur undir nafni sem fyrr.

SuperJules í róðradropseti á mánudaginn

Rúnar virðist vera hálf sybbinn yfir þessum upphitunar þyngdum – 140 kg.

Herra Ísland og alltaf hrikalegasti maðurinn í húsinu. KonungurKröy!

Ofurgísli kann bara að vera sveittur og ruddalegur á æfingum.

Rúnar splæsti í nýjan bol og bara heilt nýtt fatamerki sem hann var að launcha. Hvað næst hjá þessum manni?

Powerkallinnum var troðið í Vertical Leg Press – FST7

Gunni ‘The Cat’ Sig

Áður en Gassi fer inní æfingasalinn að taka hrikalega á því heilsar hann uppá endurnar fyrir utan Laugar

Gassi segir ekkert vera meira róandi en að gefa öndunum brauð. Hann er grjótmassað ljúfmenni.

Hallmar ljósmyndari jafn þurr og ársgamall harðfiskur á þorrablóti út á landi

Hallmar setur í sparisvipinn.

Bíddu nú, má þetta – veit Bjössi í World Class af þessu?
Þetta BSN handklæði þurrkar vel að sögn Rúnars.
Ofurgísli sofnaði í FST-7 settinu.


