Það stingur fátt meira í augun á Ofurgísla en fóta- og rasslaus próteinhaus. Á sama tíma gleður það Ofurgéið að sjá alvöru leggi – menn sem eru fallega og þétt niðurlimaðir- og vaxnir. Það er alltaf ákveðinn hópur af ræktarpésum sem fer í víðar jogging buxur, hlýrabol og æfir efri partinn – einungis. Það er ill meðferð á eigin líkama og að öllu leyti glórulaus og gálaus hegðun. Þeir sem hafa áhuga á að rækta líkama og sál ættu að æfa neðri partinn til jafns við þann efri – hið minnsta. Góðu fréttirnar eru þær að flestir próteinhausar og aðrir ræktarpésar hafa áttað sig á mikilvægi þess að æfa neðri partinn líka. Það vill enginn líta út einsog glansandi golfbolti á mjóu tré tíi.
Gluteus is the new Bicep
Og ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er auðvitað mikilvægt að æfa rassinn líka. Ekki bara fætur og kálfa. Æfum gluteusinn. Ekki bara stelpur – strákar líka. Gluteus is the new Bicep. Þetta er almenn vitneskja og ætti ekki að þurfa koma fram hér.

Ofurgísli hefur alltaf lagt mikla áherslu á að æfa neðri partinn, vitandi að það er fátt jafn fallegt í heiminum og vel æfðar fætur og afturendi. OG tekur fætur tvisvar í viku og það eru alvöru æfingar – ekkert dútl. Þessar æfingar eru erfiðar og þær eiga að vera erfiðar. Ef fótaæfing er ekki erfið er hún ekki góð. Næsti dagur á að minna þig á æfingu gærdagsins og þarnæsti dagur líka.
Nóg af bulli – snúum okkur að því hvernig við fáum fallegar fætur og hölkaðan rass. Hérna fyrir neðan er æfingaprógrammið sem ég hef fylgt undanfarið fyrir fætur og rass. Endilega prentið þetta út, klippið til, þinglýsið hjá sýslumanni og hafið með ykkur hvert sem þið farið. Um leið minni ég á fjarþjálfun Ofurgísla þar sem leyndardómar eru afhjúpaðir og árangur er óbrigðull – að öllum skilyrðum uppfylltum.

Ég skipti fótaæfingunum í fremri fætur (quads) og aftari fætur (hamstring) auk rass (gluteus). Fremri fætur tek ég al-ferskur á mánudögum með fullt power eftir kolvetni og hvíld helgarinnar. Aftari fætur og gluteusinn tek ég á föstudagsmorgnum fyrir vinnu kl. 06:00 – helst á fastandi. Það hentar mér ótrúlega vel að æfa á fastandi fyrir vinnu og næ ég gjarnan betri æfingum þá en seinnipartinn (án djóks). Kálfa tek ég svo annan hvern dag.
Sjá einnig: Breyttum kálfum í naut.



Fyrir hámarksfegurð er ekki síður mikilvægt að rúlla þessar fætur og teygja á þeim. Ofurgísli hefur gríðarlega mikla trú á rúllunni og er hún sjaldan langt undan. Við viljum að leggirnir verði jafn mjúkir og íslenskt smjör við stofuhita. Algjör Fullkomnun. Þá hefur reynst vel að fara nokkrar ferðir í kalda pottinn í Laugar Spa – það flýtir fyrir viðgerð og endurheimt vöðva (recovery).
Sjá einnig: Orðsending frá Ofurgísla – bestu æfingabuxurnar.
Að lokum. Farið eftir því sem hér að ofan greinir. Hafið mataræðið gott og rétt. Æfið í þröngum spandex – helst Flex. Ef öllu þessu er fylgt lofar Ofurgísli því að heyra má fæturnar og rassinn stækka – og verða fallegri.
Konni hjá Iceland Fitness tók mig og MegaHrönn á góða og öðruvísi fótaæfingu – hrikalega góð skemmtun og flott video einsog allt sem Konni gerir.



Reykjavík, 14. apríl 2016.
-Ofurgísli, maður fólksins – ykkar maður.