Fótaæfing & langtímaæfingaspá

Það var tudda fótaæfing þennan laugardagsmorguninn hjá Ofurgísla og BIGSAM. Kom sjálfum mér á óvart hvað ég hafði gott power svona árla morguns og það var stutt í pumpið. Fékk mér reyndar vel af AMINO-X og N.O-XPLODE 3.0 frá BSN fyrir æfingu. Hrikalega góð blanda. Þetta voru svo bara klassískar réttur, beygjur, kreistur, klemmur, krullur og kremjur. Og svo ein mynd í lokin.

Við Maggi erum aðeins að breyta æfingaskerfinu okkar núna og næstu vikurnar tökum við bæði Quads og Hamstrings tvisvar í viku. Völvuspáin, Veðurstofan og greiningardeildir bankanna hafa gefið út viðvörun og hafa spáð fyrir breytilegum þyngdum næstu vikurnar. Töluverðum bætingum og stöku tári á vanga. Þá er ekkert útlit fyrir að Gluteus Maximus á Ofurgísla minnki næstu vikurnar – líklegra að heldur bæti í. Útlit fyrir ákveðna bugun með miklum svita þegar líða tekur á. Jarðhræringar í Bárðarbungu verða stöðugar.

Perform

-Ofurgísli, maður fólksins.
Reykjavík, 10.1.2015