Ofurgísli lærir að beygja eins og powerkall

Mér hafði ekki dottið í hug að hnébeygja gæti verið svona flókið fyrirbæri. Tæknin mín, ef það er hægt að tala um tækni, er eiginlega bara að hlaða einhverjum lóðum á stöngina. Setja eitthvað kolsvart rapp í eyrun. Moka mér undir stöngina og reppa þetta drasl nokkrum sinnum. Já og reyna að muna eftir helvítis beltinu á belginn. Þetta er ágætt svo langt sem það nær. Að beygja er hinsvegar miklu meira en þetta og í raun bara allt annað. Ég og Júlli Yanto fengum að fljóta með Rúnari beygjutjakk á alvöru beygjuæfingu um daginn. Þar komst ég að því að það er meira segja tækni að nota beltið. Svo vafði Rúnar á okkur hnén svo hryssilega að fæturnar fóru næstum í sundur. Rassgatið út. Að anda rétt skiptir víst líka máli. Það var einsog Rúnar væri búinn að kenna beygjur frá því hann fæddist (rétt rúm 20 ár) því hann vissi nákvæmlega hvað hann var að segja og gera. Hann verður besti einkaþjálfarinn á landinu þegar hann verður búinn með einkaþjálfarann í Keili.

Svo vafði Rúnar á okkur hnén svo hryssilega að fæturnar fóru næstum í sundur

Eftir nokkrar tæknibeygjur fengum við Júlli að djöflast aðeins á lóðunum og svala pump þörf bodybuildersins. Mér tókst að plata Rúnar í nokkur dropsett og hann snýtti þeim einsog bóndi með tóbaksklút. Þetta var góð kennslustund, en núna er bara að muna öll þessi atriði og troða þeim saman í hvert einasta repp í framtíðinni.

Það er líka skemmtileg staðreynd að við erum allir í besta liðinu – TEAM PERFORM!

-ofurgé.

runar_julli
Rúnar var ekkert grínast með þessa vafninga.
Runar_julli_5
Létt sett hjá Rúnari – 160 kg. á stönginni
Runar_4
Smá dropset. Allur bunkinn. 20 kg plata og auka lóð ofan á bunkanum.
Runar_julli_2
Rúnar reppaði 180 í einhverju gríni
Runar_julli_3
Júlli Yanto að tjakka upp 180.
runar_gisli_julli
Team Perform

Unknown-4