Ofurgísli gefur Peach Lemonade Amino Energy

Ofurgísli er maður fólksins og ætlar að gefa tvo dúnka af nýjasta PEACH LEMONADE – AMIN.O. ENERGY sem er væntanlegt í verslun Perform í Kópavogi eftir helgina. Það eina sem Amino þyrstir lesendur síðunnar þurfa að gera er að setja like við Ofurgísla á Facebook, like-a give-away-statusinn og deila honum. Svona like og deila leikur – þetta þekkja flestir. Tveir ljónheppnir vinir OG verða síðan dregnir út eftir helgina og hljóta sitthvoran dúnkinn og geta nálgast hann í Perform í Kópavogi. Einfalt en skilvirkt.

10923644_10152669390572972_8826211523973684965_n

Amino Energy bruggarinn er augljóslega búinn að vera mjög busy undanfarnar vikur. Hann dælir frá sér hverri bragðtegundinni á fætur annarri og er ég farinn að dauðvorkenna kvíðasjúklingum landsins. Úrvalið er endalaust og því úr nógu að velja. Pineapple kom inn með látum í byrjun árs. Þá magalentu tvær tegundir úr kaffi línunni, Iced Vanilla Cafe og Iced Mocha Cappuccino. Svo er Blueberri Mojito nýlent og er þegar búið að slá í gegn. Núna er hinsvegar von á enn einum Amino sumardrykk. Nýjasti væntanlegi meðlimurinn í Amino Energy fjölskyldunni er nefnilega PEACH LEMONADE – drekkist ískalt. 

– Ofurgísli er á Snapchat: Ofurgisli –

IMG_5242 (2)
OG augljóslega klár á æfingu – nýbúinn að fá sér Peach Lemonade A.E.

Það þarf nú varla að kynna Amino Energy fyrir fólki. Þetta er auðvitað yfirburða söluhæsti aminodrykkur landsins og þótt víðar væri leitað. Margir nota ferskt Amino Energy í staðinn fyrir heitan kaffibolla – en þessi drykkur er svo miklu meira en það. Hann inniheldur nefnilega einnig BCAA aminósýrur og glútamín. Þessar aminósýrur flýta fyrir endurheimt (recovery), stuðla að uppbyggingu og hægja á niðurbroti vöðva. Þá er L-arginine í drykknum sem gefur aukið blóðflæði og því meira pump á æfingum. Græna teið hjálpar svo til við að losa líkamann við óþarfa vatnssöfnun. Rúsínan í pulluendanum er svo auðvitað að hver skammtur er cirka 10 hitaeiningar. Það er því ekki að ástæðulausu að þetta er svona vinsæll drykkur. 

Ofurg_logo

-Ofurgísli, maður fólksins – ykkar maður
-Reykjavík, 25. febrúar 2016