Það er myljandi gangur hjá Ofurgísla þessa dagana. Andinn er í botni og allt að gerast. Nú fer að verða ár síðan Ofurgísli varð Íslandsmeistari í vaxtarrækt og það er kominn tími til að verja þennan bikar. Undanfarið ár hefur verið gríðarlega vel nýtt í æfingar og áherslan sérstaklega lögð á að bæta ákveðna líkamsparta. Nú er útkoman að verða skýr og erfiðið virðist ætla skila sér heim í hús. Það gerir þetta sport svo yndislegt þegar uppskeran verður í samræmi við sáninguna. Ef að líkum lætur verður lokaniðurstaðan töluvert betri en fyrir ári síðan.
Það er góð tilfinning þegar árangurinn skilar sér heim – alla leið upp að dyrum – einsog þykkbotna Domino´s Pizza. Það veit hún Ofurhella mín líka. Enda þótt hún sé ekki að fara keppa þá hefur hún tekið niðurskurðarferlið alla leið með mér í mataræði og æfingum undanfarnar vikur. Það er skemmtilegt þegar báðir aðilar eru í andanum og þyrstir í árangur. Það verður ansi góð stemning sem myndast á heimilinu sem keyrir okkur áfram. Hella er líka komin í dúndur form og á eftir að verða ennþá betri á næstu vikum. Hún er jafn meðvituð og Ofurgísli um hvað þarf til að ná árangri, sbr. og fyrri færslan um Niðurskurðarkokteilinn. GO OFURHELLA!!