PanamaPrinsinn Pósar

Síðuhöfundur hefur áður kynnt lesendum fyrir Panamaprinsinum, sbr. fyrri færsla um Prinsinn. Ég rakst á minn mann um helgina í Laugum. Hann er að undirbúa sig fyrir Norðurlandamótið í fitness og vaxtarrækt sem verður um helgina. Prinsinn frá Panama hefur aldrei verið betri, massaðri eða þurrari. Jafnvel þurrari en harðfiskurinn sem fæst í Kolaportinu. Ofurgísli bíður spenntur eftir að sjá Prinsinn sinn á stóra sviðinu um helgina. Ég spái Panamaískum sigri. Það verður athyglisvert að sjá skælbrosandi og elg-tanaðan harðfisk uppá sviði – vonandi með bikar höndunum og medalíu um hálsinn. 

-Ofurgísli, maður fólksins

IMG_1407
Panamaprinsinn sést ekki öðruvísi en brosandi og pósandi.