Ofurgísli og frú fóru austur á land um jólin og nutu lífsins í sjálfri Paradís – Höfn í Hornafirði. Þar héldum við til í foreldrahúsum við allsnægtir allar, kjötmeti, sykraðar karteflur, heitar sósur og hnausþykka grauta svo eitthvað sé nefnt. Það jafnast ekkert á við Paradís og hvergi er betra að vera. Ég skal þó viðurkenna að ég fékk illt í pecsana, latstana, deltana, trappana og allan gluteusinn þegar ég sá að líkamsræktin átti að vera lokuð öll jólin. Þetta var ákveðinn skellur og hentaði undirrituðum afar illa.
Það kom sér því vel þegar góður vinur og harðasti sjóari sem ég þekki, Kristján nokkur Hauksson, hringdi í mig og bauð mér með sér á “alvöru togaraæfingu um borð í Jónu Eðvalds.” Hvern andskoti er togaraæfing spurði ég að sjóarasið og taldi víst að við værum að fara splæsa saman þykka togvíra eða smyrja helvítis glussatjakkinn um borð. “Við erum að fara mylja helvítis lóðin um borð í flaggskipinu og taka á því einsog alvöru menn – sjómenn!” svaraði minn maður. Stjáni svo harður að eftir hverja æfingu þá bryður hann grjót, þambar sjó og lifir á fylltu hálendi. Togaraæfingin er ein harðasta æfing sem ég hef tekið. Ég hefði helst viljað fara niður í klefann hjá skipstjóranum og henda mér í koju eftir öll átökin.
– Sjá jólin hjá Ofurgísla árið 2014 –

Æfingin byrjaði með þéttri upphitun úti á efra dekki. Þetta voru 300 armbeygjur, 50 ferðir upp og niður landganginn, 50 ferðir upp á framstefnið og 50 ferðir uppá stýrishús skipsins.


Ég skal þó viðurkenna að ég fékk illt í pecsana, latstana, deltana, trappana og allan gluteusinn þegar ég sá að líkamsræktin átti að vera lokuð öll jólin






Í lok æfingar var Ofurgísli snögglega kallaður uppí brú til að redda málunum. Af einstakri yfirvegun leysti Ofurgísli úr þeirri flækju sem upp var komin og allt fór vel. Ofurgísli er jú maður fólksins.



-Ofurgísli, maður fólksins
Hornafjörður, 29. desember 2015