Ofurgísli keppti í Wow Cyclothon 2017

Ofurgísli hræðist ekkert og elskar áskoranir. Þegar vinnufélagarnir hlógu og sögðu að Ofurgísli gæti ekki hjólað til að bjarga lífi sínu var bara eitt í stöðunni. Taka þátt í stærstu hjólreiðakeppni Íslands – Wow Cyclothon 2017. Ég keypti mér fallegasta reiðhjól Íslands á vormánuðum – appelsínugulur Ghost racer. Það er gaman að rúlla um á racer. Eiginlega ótrúlega gaman. Þetta er píningarsport sem hentar Ofurgísla. Reiðhjólanördarnir segja að það verði aldrei auðveldara að hjóla – þú ferð bara hraðar. Það sem er best við reiðhjólasportið er þó klárlega fatnaðurinn. Allt í spandexi og virðist reglan vera sú að því þrengri sem fötin eru því betra. Það hentar Ofurgísla líka.

OG easyridin’
TEAM VÍS klárt í slaginn!
Bjarki – King B – Dróminn okkar. Gríðarlega sannfærandi reiðhjólamaður. Lúkkið er óaðfinnanlegt hjá mínum manni.
OG smilin’ and ridin’
Við vorum með tvo svona bíla – fimm hjól í bíl. Snilldarlausn.
Óttar, a.k.a. Iðnaðurinn í sínu réttu heimkynnum – með borvélar í báðum.
Liðið að velta því fyrir sér hvar það ætli að koma öllu þessu dóti fyrir.

Það sem hentar Ofurgísla hinsvegar illa í tengslum við hjólreiðar er að flestir reiðhjólamenn eru svona 65 kg. með reiðhjólinu sínu. Kjöt virðist ekki henta reiðhjólamönnum. Ofurgísli blæs á það enda er jafn mikilvægt að fara hratt og að lúkka vel á hjólinu. Það sjá allir sem vilja. Þess vegna lyftir Ofurgísli lóðum á morgnanna og hjólar á kvöldin. Það virðist frábær kokteill enda hef ég sjaldan verið í jafn góðu standi og akkúrat núna. Rúm 100 kíló og örfár fituprósentur. Frábært alhliða form, gott þol, mikill liðleiki og eitthvað af kjötinu.

Það var ómögulegt fyrir OG að vera meira klæddur en þetta uppá hálendinu fyrir norðan.
Snorri El Capitano á c.a. 60 km/klst. Maðurinn wattar einhver heil ósköp.
Anton, a.k.a. IPA Vélin, um miðja nótt með Vatnajökul í bakið
Það var gaman að láta lærin vinna og pressa pedalana niður í Wowinu.

Wow Cyclothon var ótrúleg upplifun. Þetta voru tæpir tveir sólarhringar af “full action” með frábærum liðsfélögum í Team VÍS. Það væri kannski hægt að líkja þessu við að vera 10 ára óþreytandi krakki í vatnsrennibrautagarði í tvo sólarhringa. Endalaust adrenalín, spenna, þægilegt stress, góður félagsskapur, töluverð áreynsla og ofsagleði svo eitthvað sé nefnt af þeim tilfinningum sem voru í gangi. Þetta var viðstöðulaus tilfinningarússíbani í tæpa tvo sólarhringa – það er fátt sem toppar það. Próteinhausar geta líkt þessu við að vera með full blast pump í vöðvunum stanslaust í tvo sólarhringa og til enn frekari skýringar þá hefur Arnold Schwarzenegger líkt pumpi í vöðvum við fullnægingu; “It’s as satisfying to me as, uh, coming is, you know? As, ah, having sex with a woman and coming. And so can you believe how much I am in heaven?” Ég get því mælt með Wow cyclothon fyrir alla þá sem nenna að hreyfa sig smá, borða góðan mat – og finnst fullnæging góð.

Árni Henry, a.k.a. Dansarinn, að hlaða í wöttinn á Suðurlandinu um miðja nótt.
Ofurgísli og Úlfurinn (Friðrik Braga) eftir tuddasprett hjá Úlfinum einversstaðar á hálendinu á Norðurlandi. Stemmarinn var nákvæmlega svona alla ferðina!
OG og IPA Vélin að hjóla saman og éta vindinn fyrir hvorn annan. Samvinnan er mikilvæg í Wowinu.

WowTúrinn var gríðarlega vel skipulagður af fyrirliða liðsins og snérist skipulagið að mestu leyti um að borða. Hvenær við ættum að borða, hvar við ættum að borða og hvað við ættum að borða. Matarplanið heppnaðist með eindæmum vel einsog annað í þessari ferð. Sjálfur stöffaði Ofurgísli sig upp af fæðubótarefnum frá PERFORM.IS og svo fengum við Jón Þór, kokkinn hjá VÍS (besti kokkur landsins) til að útbúa gríðaröflugan matarpakka fyrir hópinn. Undirstaðan í mataræðinu var þó skipulagðar máltíðir á öllum landshornum hjá fjölskyldum liðsmanna. Þannig fékk hópurinn kraftmikla kjötsúpu á Akureyri. Lambalæri ofan af Héraði með sósu og meðlæti á Egilsstöðum. Geggjaða humarsúpu á Hornafirði hjá foreldrum mínum. Loks muffins og hafragraut á Hvolsvelli. Leynivopn Ofurgísla var samt stærsti hafragrautur sem gerður hefur verið í Evrópu – 500 gr. haframjöl og byggflögur, 200 gr. whey prótein frá ON, 50 gr. möndlur og 50 gr. graskersfræ. Allt blandað í vatn og eggjahvítur. Þetta var algjör bomba og dugði yfir hálft landið. Quads og Hamstring voru að elska það.

Það ætti enginn að hafa rýrnað í ferðinni og reyndar hafði Ofurgísli miklar áhyggjur af því að sumir liðsmenn ættu eftir að bæta á sig nokkrum kílóum. Hversu svekkjandi væri að koma heim eftir að hafa hjólað hringinn í kringum landið og vera vatnaður og feitur einsog eftir jólin. Ég held að það hafi sloppið hjá flestum, þótt sumir hafi verið grimmir í Snickersinu alla ferðina.

Dansarinn og Úlfurinn að bíða eftir skiptingu.
OG hjólaði auðvitað bara í smekkbuxunum. Það var besti leggurinn sem ég hjólaði í allra keppninni.
Verið að fara yfir hlutina með öðrum liðum
Bara Gurrý að snýta Suðurlandinu – alltaf brosandi þessi snillingur.
Hérna höfum við sjálfan Mr. Olympia – Sævar Birgisson. Ólympíufari og ótrúlegt eintak af manni. Afreksíþrróttamaður af fyrstu gerð.
Bara Gurrý og IPA Vélin í humarsúpu hjá foreldrum mínum á Hornafirði – endalaus veisla.
King B undir Öxi á austurlandinu – til í að rykkja af stað.
Úlfurinn og Dansarinn í sameiningu að slátra heilu lambalæri ofan af Héraði á Egilsstöðum. Veizlan endalausa.
OG in action
Liðsmaður Arcitca Finance að éta brekku

Í Wow cyclothon hvílast menn ekki mikið – svefn mætir afgangi. Mér finnst líklegt að ég hafi sofið í kringum 1,5 klst á tveimur sólarhringum. Það getur verið erfitt, en líka gaman, ef hugarfarið er rétt.

Við vissum alltaf að liðið okkar væri ekki að fara keppa um neitt sæti og því settum við okkur markmið fyrir keppnina um að vera fyrsta tryggingafélagið í mark. Svo voru önnur smærri markmið. Markmið Ofurgísla var auðvitað að vera massaðastur í mark. Öll markmiðin náðust og því gátum við fagnað einsog heimsmeistarar við endamarkið.

Það verður gaman að taka þátt í Wow cyclothon á næsta ári með meiri reynslu, meira kjöt og í þrengra spandexi. Ég læt slatta af myndum fylgja sem fyrst og fremst sýna andann, gleðina og auðvitað smá kjöt.

Ég skil ekkert hvað ég er að gera í þessari treyju þarna.
Friðrik Bragason, a.k.a. Úlfurinn, á miklum hraða í geggjuðu veðri á norðurlandi
Allt að gerast. Það var oft mikið kraðak af reiðhjólamönnum, fylgdarbílum og öðrum vegfarendum á leiðinni.
IPA fokkkin Vélin
Tilfinningarnar maður, tilfinningarnar!
IPA Vélin henti sér í einn verðskuldaðan og grútskítugan bensínstöðvarkaffibolla í Staðarskála.
Dansarinn að henda í veikan front double bicep.
Gurrý hló alla leið úr Hvalfirðinum og í endamarkið. Easyshit!
Úlfurinn einbeittur
Sultuslök IPA Vél.
Kemur ekki á óvart að Bara Gurrý hafi verið hlægjandi á Suðurlandinu – einsog allsstaðar annarsstaðar.
Útbúnaðurinn er það besta við reiðhjólasportið.
Ofurgísli Wow-in
Gurrý hreinlega að springa úr gleði!
OG hitti góðan vin sinn á Akureyri – Jón Marínó. Hann er gull af manni og fyrirmynd fyrir unga sem eldri.
VÍS af fagna heimsmeistaratitlinum í markmiðasetningu!
OG: Fly Like a Ghost – Sting Like a Bee
Ofurgísli hjólaði upp Nesjavallarbrekkuna í undirbúningi fyrir Wow Cyclothon. Það var easyridin’

 

 

Ofurgísli stöffaði sig vel upp af fæðubótarefnum fyrir Wowið. Allt vörur frá Perform.is
OG með hjólinu sínu – Ghost.
OG Pumpin fyrir Wowið. Gríðarlega mikilvægt að vera svolítið pumpaður fyrir svona hjólakeppni.

Prótein morgunkornið er svo geggjað – fæst núna í Nettó

 

Reykjavík, 27. júní 2017
-Ofurgísli, maður fólksins, bodybuilder & cyclist.